Fjallagrasate

Það er ekki úr vegi að fá sér heitt te nú þegar kólnar í veðri hér kemur uppskrift frá

Önnu Rósu grasalækni

Fjallagrasate:

5-6 heilar kardimommur
5-6  negulnaglar
1/2 kanilstöng
3-4 piparkorn
3-4 sneiðar af ferskri engiferrót
hnífsoddur af rifinni múskathnetu
3-4 fjallagrös

1 bolli vatn
1 bolli hrísmjólk
1-2 tsk vatn

Setjið kryddið og fjallagrösin í pott ásamt 1 bolla (2 dl) af vatni. Látið sjóða með loki í u.þ.b. eina mínútu. Bætið hrísmjólkinni út í og látið suðuna koma upp. Sigtið frá og hellið í könnu, bætið hunanginu saman við og hrærið.

Hægt er að nota 1 tsk af svörtu tei í stað fjallagrasanna en teið er ekki soðið með kryddinu heldur er því bætt út í undir lok suðutíma og rétt látið sjóða í 10 sekúndur.