Mascarpone

Ég ákvað að búa til mascarpone , uppskrift úr Fréttatímanum frá því í fyrra:

Uppskrift: 1/2 lítri af mjólk, 1 lítri af rjóma og hitið rólega upp í 85°C þá er bætt í 1 1/2 matsk. af sítrónusafa og hrærið þar til blandan fer að þykkna og þið sjáið móta fyrir grænbláum mysuslóða á eftir hrærunni þetta tekur um 20 -30 mínútur. ÉG GERÐI ÞETTA OG HRÆRÐI Í KLUKKUTÍMA OG EKKERT GERÐIST!!!

Þá setti ég pottinn út á svalir til næsta dags, síðan setti ég hann aftur á hita og hitaði upp í 85°C og bætti í safa úr 1/2 sítrónu í og þá skeði það.  Áfram með uppskriftina: Leyfið blöndunni að kólna í pottinum , hellið henni síðan á sigti þakið fínni grisju og látið renna af í ískápí tvo sólarhringa. Annað hvort hef ég verið með handónýtann sítrónusafa eða það er ekki nóg að hafa 1 1/2 msk. af honum hér eftir hef ég í það minnsta safa úr hálfri!

Ég fékk 800 gr úr þessari uppskrift af himneskum mascarpone osti  sem er ansi mikið fyrir okkur tvö svo það verða réttir út mascarapone næstu vikuna

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s