Tiramisu

Hér kemur uppskrift af Tiramisu  fyrir 10 -12 manns, þegar maður er orðin svona flinkur að búa til Maskarpone- ost þá þarf að finna honum hlutverk!

2 1/2 dl eggjarauður, 200 gr sykur, 1 kg maskarpone, 1 1/2 dl eggjahvítur, 100 gr sykur expressó eða sterkt kaffi, Smá áfengi t.d. rom,1 1/2 pk Ladyfingers og kakó til að sigta yfir.

Þeytið eggjahvíturnar (ég byrja alltaf á því svo ég þurfi ekki að þvo skálina á milli) þar til þær eru stífar og bætið í sykrinum  í þremur skömmtum og þeytið vel. setjið hvíturnar í aðra skál og þeytið nú eggjarauðurnar með 200 gr af sykri , þar til sykurinn er uppleystur. bætið þá maskarpone ostinum í og blandið vel . Nú bætið þið stífþeyttu hvítunum í . VARLEGA! Kælið.

Nú bleytið þið kexið í kaffinu og raðið því í botn á ferköntuðu fati, þá kemur lag af ostamassanum, síðankoll af kolli þar til allt er uppurið, endað á osti og að lokum er kakó sigtað yfir.

Ekkert kom fram í uppskriftinni hvað ætti að gera við rommið , það er náttúrlega hægt að blanda því saman við kaffið eða drekka það!

En það fer nú eftir smekk og löngun hvers og eins