Kartöflu-kúmen og hvítlauksbrauð

Ég ætla að gefa hér uppskriftina mína af Kartöflu-kúmen og hvítlauksbrauðinu mínu. Mér hættir alltaf til að sjóða of margar kartöflur og þá er gott að geta nýtt þær í eitthvað,  stundum geri ég líka kartöfluvínarbrauð, uppskriftin af því  kemur seinna.

1 dl volgt vatn,1 pk þurrger og 2 tesk sykur sett  í litla skál og hrært saman, látið bíða í 10 mín. á meðan stapparðu stóran bolla af soðnum kartöflum og setur í skál, eða hrærivélaskál  bætir þar í 2 msk af ólífuolíu, 3 dl volgri mjólk, 2 tsk kúmen, 2 – 3 stk af mörðum hvítlauksrifjum, 1/2 tsk salt, 1 eggi, gerblöndunni og 7 dl af hveiti  Þetta er hrært vel saman,  bætir svo ca 3 dl af hveiti í og hrærir eða hnoðar og hnoðar! Ég geri það í hrærivélinni en það er líka hægt að hnoða brauðið á borði. Deigið hulið með röku stykki og látið hefast í  1 1/2 – 2 klst. Sett á borð og slegið niður, hnoðað létt og sett í smurt mót  1 stórt eða 2 lítil og látið hefast aftur í 40 mín. Bakað við 200°í 40 – 50 mín eða þar til það er fallega brúnt og hljómar holt þegar klappað er á það

Kartöflu-hvítlauksbrauð

Brauðið var næstum búið þegar ég mundi eftir að taka mynd af því 😀