Obvara

 

obvara IVÉg fór á ótrúlega skemmtilegt workshop í dag sem var haldið á Korpúlfsstöðum fyrir því stóðu 3 konur sem búa í Danmörku. Anna K. Jóhannsdóttir (íslensk ),Joan Grönfeld Kristjansen (dönsk) og Janice Hunter ( ensk). Einnig stóðu 4 íslenskar leirlistakonur fyrir þessu þær Arnfríður Lára,Guðnadóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Indriðadóttir og Guðný Hafsteinsdóttir.

Það sem var gert: brennt rússneskt rakú og fengum við þáttakendur að koma með okkar hluti í brennsluna ótrúlega spennandi. Heitir hlutir sem teknir eru úr ofninum er demt ofaní pott með soppu sem í var vatn hveiti og sterkur bjór og síðan látið kólna og þvegið og tilbúið Frábært!!!

Okkur var kennt að gera pappírsleir og eins að nýta hann til að gera einþrykk.Síðan fengum við að sjá myndir frá verkstæðum þessara erlendu gesta, sýningum og ýmsum uppákomum þeirra sem var allt mjög áhugavert og skemmtilegt og nú er bara að bretta upp ermar og nýta sér þessa nýju þekkingu

fleiri myndir undir Keramik og Obavara