Sykraðir Hvannaleggir

Hvannaleggir

Sykraðir Hvannaleggir

500 gr hvannaleggir hreinsaðir og skornir í 4-5 cm bita, 500 gr af sykri, og                 1-2 dl vatn.

Vatnið og sykurinn soðið saman þar til sykurinn er leysist upp og leginum hellt yfir leggina og látið standa yfir nótt. Safanum sem nú hefur aukist er hellt aftur í pottin og soðið þar til hann þykknar og aftur hellt yfir leggina og látið standa  yfir nótt og þetta endurtekið 2svar sinnum í viðbót og þá á eiginlega enginn safi að vera eftir. Þá eru leggirnir sem eru blautir velt upp úr strásykri, lagðir á ofnplötu með smjörpappír og inn í ofn á lægsta hita 30°- 40°C og þurrkaðið þar til þeir eru þurrir og stökkir