Hvítlaukur

Ég var að hengja heimaræktaða hvítlaukinn minn upp til þerris og þá má ég til með að gefa ykkur uppskrift sem ég fékk hjá Maríu Gunnarsdóttur, ég held að hún sé ekkert leyndarmál.

IMG_2127 copy 2

Rjómaostur með hvítlauk og ólífuolíu

1 askja rjómaostur eða heimatilbúin rjómaostur sem ég gef ykkur hér með uppskriftina af : 1 lítri súrmjólk og 1/2 lítri rjómi hitað í 30°C (ekki hræra mikið, því þá getur þetta skilist) hellt í sigti sem er klætt með þunnu lérefti og látið standa til næsta dags í kæli. Þetta gefur ca 400 g af osti.

Út í ostinn merjið þið 3-4 jafnvel 5 hvítlauksrif 1/2 dl ólífuolíu eða meira eftir smekk, salt og nýmalaðan pipar og hrærið vel saman, ég geri það í hrærivél. Þessi ostur er frábær með góðu brauði eða kexi og svo má bragðbæta súpur með honum  bæta við karrýi og tómatsósu og setja hann út á fisk í ofni.  Möguleikarnir eru óteljandi Verði ykkur að góðu 😀