Grænkálssnakk

Vi fórum í dag í reitinn okkar í Guðmundarlundi og reittum arfa og tókum akríldúkinn ofan af kálplöntunum þetta leit allt vel út nema kartöflurnar sem eru satt að segja alveg sorglegar á að líta. Ég tók með mér nokkur grænkálsblöð heim og bjó til úr þeim snakk.

Það gerir maður svona:

Rífið grænkálið niður í litla bita, takið stilkinn úr. setjið fáeina dropa af ólífuolíu yfir og salt og pipar og hrærið vel í. svo eru herlegheitin sett á smjörpappír í ofnskúffu og inn í 100°C heitan ofn á blæstri og eftir 30 – 50 mín. er þetta stökkt og gómsætt.

grænkál    grænkálssnakk

 

Snakkið tilbúið 😀