Sikilsberjamarmelaði með engifer

stikilsber

Í dag tíndi ég stikilsberin, þau voru lítið farin að roðna en ég á ekki von á því að þau roðni meir. og á morgun ætla ég að sjóða marmelaðið!

kíló af sykri á móti kílói af berjum og engifer eftir smekk, mér finnst gott að nota mikinn 😀

engifer

Berin eru þvegin og stilkurinn og blómið klipið af .

1 kg ber sett í pott ásamt 1 kg af sykri og 3 kúfuðum matsk af rifnum engifer. Hrært vel í og suðan látin koma upp.

ber og sykur

Látið malla í ca 1 klukkustund

stikilsber suða

þá eiga berin öll að vera sprungin og marmelaðið tilbúið og sett á hreinar krukkur.

stikils i krukkum