Endurnýting

Það hefur verið kvartað yfir því að ég sagði ekki hvernig ég endurnýtti plastpokana. En hér kemur aðferðin:

Takið gamla notaða poka, t.d. geta svartir stórir ruslapokar verið góðir í miðjulag eða innsta lag. Sníðið 2 x  3 lög af plasti og leggið saman það er hægt að skeyta saman fallegum myndum til að hafa í efsta lag. Eða kanski eigið þið fallegan poka eins og ég átti. Kveikið á straujárninu og leggið smörpappír á strauborðið síðan 3 lög af plasti og annað blað af smjörpappír og straujið yfir, snúið svo við og straujið hinu megin. (Gæta verður að strauja ekki á bert plastið). Þá eru þið komið með sterkt og gott efni . Farið eins að með hin 3 lögin sem þið voruð búin að sníða . Höldin hef ég líka þreföld en það er hægt að brjóta plastið í þrennt. Svo er bara að sauma pokann saman.

Ég er í endurnýtingagírnum þessa dagana. Ég byrjaði á því að endurnýta gamla plastpoka sem ég hef geymt í áraraðir og ekki tímt að nota og alls ekki að henda.  Nú get ég notað þá aftur og aftur  og svo eru þeir svo fallegir

doves

haena

hani

pokar

Pokarnir eru bara tveir hanin og hænan eru á sama pokanum  máluð af Maríu Kjarval

fyrir  mörgum árum og voru á IRMA poka frá Danmorku.

Svo tók ég almanakið frá sorpu síðan 2016 og bjó mér til sáðpotta úr blöðunum og sáði síðan Jalapenó pipar í þá 😀

kassar

sadbakki

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s