Árbók 2000

Árið 2000 gerði ég eina mynd fyrir hvern dag ársins og límdi inn í árbókina mína sem er hringlaga og blöðin ofin saman með trépinnum. Hver sólarhringur er ein opna, 366 dagar því árið 2000 var hlaupár, einn dagur í viðbót við venjulegt ár. Myndirnar birtust á heimasíðu minni jafnóðum. Bókin var jafnframt til sýnis í Gallerí ash, Lundi Varmahlíð allt árið 2000.

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október  Nóvember Desember

Árbók 2000

Ég er fædd 1941 og man fyrst eftir að hafa gert mér grein fyrir ártali 1948, þá sjö ára, ég man að mér fannst það nokkuð merkilegt að ár væru talin, mér flaug ekki einu sinni í hug árið 2000.

Seinna ef ég hugsaði um árið 2000 þá var það svo óralangt í burtu í eilífðinni að það taldist ekki með og eiginlega ómögulegt að ímynda sér að það kæmi.

Nú er komið að því, allt í einu er árið 2000 að byrja. Sumir telja þessi áramót vera aldamót. Ég er því ekki sammála en tel aldamótin vera í lok ársins.

Þegar ég lít til baka er þetta enginn tími, aðeins sjónhending. Hvað varð af öllum þessum árum? Hvernig gátu þau liðið svona hratt?

***

Nú er bókin geymd niður í kössum og bíður betri tíma, en það er hægt að skoða hana á Veraldavefnum þar sem hún verður líka geymd um nálæga framtíð