Foldarskart

20180625_132445

Eina sólardaginn í seinustu viku, fór ég ásamt Guðríði dóttur minni og Jóhöbbu vinkonu minni til að tína Lúpíni til að llita úr pg það er sko nóg til af henni.

Við deildum jurtinni í blóm og blöð, Ég útbjó svo litunnarlegi eftir bókinni Foldarskart í ull og far eftir þær stöllur Sigrúnu Helgadóttur og Þorgerði Hlöðversdóttur og hér kemur svo útkoman.

Gult úr blöðum

20180625_131549

og blágrænt úr blómum20180625_131606

Þetta er hvortveggja kamgarn en ég bætti hvítri og grárri einspinnu í blómapottinn. Því miður þá njóta litirnir sér ekki á þessum myndum þeir eru mikið bjartari og fallegri.

20180625_131705

Svo gat ég ekki stillt mig um að setja blóm og garn í krukku í von um að það komi einhvernt íman sól í sumar.

20180625_132305

20180625_132328

 

 

Draumur um rabarbara

Leiðinleg veðurspá svo ég fresta því að setja balann yfir rabarbarann.

En læt mig dreyma um rabarbarann í maí.

IMG_3689

Verður hann svona, já ef ég set yfir rauða rabarbarann.

IMG_1001

þessi var reyndar líka rauður,

IMG_1026

Ég hef greinilega sett oftar yfir þennann rauða.

Hann verður þess vegna sá græni  í ár.

Endurnýting

Það hefur verið kvartað yfir því að ég sagði ekki hvernig ég endurnýtti plastpokana. En hér kemur aðferðin:

Takið gamla notaða poka, t.d. geta svartir stórir ruslapokar verið góðir í miðjulag eða innsta lag. Sníðið 2 x  3 lög af plasti og leggið saman það er hægt að skeyta saman fallegum myndum til að hafa í efsta lag. Eða kanski eigið þið fallegan poka eins og ég átti. Kveikið á straujárninu og leggið smörpappír á strauborðið síðan 3 lög af plasti og annað blað af smjörpappír og straujið yfir, snúið svo við og straujið hinu megin. (Gæta verður að strauja ekki á bert plastið). Þá eru þið komið með sterkt og gott efni . Farið eins að með hin 3 lögin sem þið voruð búin að sníða . Höldin hef ég líka þreföld en það er hægt að brjóta plastið í þrennt. Svo er bara að sauma pokann saman.

Ég er í endurnýtingagírnum þessa dagana. Ég byrjaði á því að endurnýta gamla plastpoka sem ég hef geymt í áraraðir og ekki tímt að nota og alls ekki að henda.  Nú get ég notað þá aftur og aftur  og svo eru þeir svo fallegir

doves

haena

hani

pokar

Pokarnir eru bara tveir hanin og hænan eru á sama pokanum  máluð af Maríu Kjarval

fyrir  mörgum árum og voru á IRMA poka frá Danmorku.

Svo tók ég almanakið frá sorpu síðan 2016 og bjó mér til sáðpotta úr blöðunum og sáði síðan Jalapenó pipar í þá 😀

kassar

sadbakki

Bútasaumur

Það var fyrir nokkrum árum sem ég bætti bútasaumskanti á Ikea rúmteppið mitt og ætlaði svo alltaf að bæta við púðum í stíl við teppið. og vitið þið hvað ég dreif í þessu um daginn og verð náttúrlega að monta mig smá. Hér er teppið

Teppið

og púðarn

iPúðarnir

Sessan

Sessan

stóllinn

Stóllinn

Grænkálssnakk

Vi fórum í dag í reitinn okkar í Guðmundarlundi og reittum arfa og tókum akríldúkinn ofan af kálplöntunum þetta leit allt vel út nema kartöflurnar sem eru satt að segja alveg sorglegar á að líta. Ég tók með mér nokkur grænkálsblöð heim og bjó til úr þeim snakk.

Það gerir maður svona:

Rífið grænkálið niður í litla bita, takið stilkinn úr. setjið fáeina dropa af ólífuolíu yfir og salt og pipar og hrærið vel í. svo eru herlegheitin sett á smjörpappír í ofnskúffu og inn í 100°C heitan ofn á blæstri og eftir 30 – 50 mín. er þetta stökkt og gómsætt.

grænkál    grænkálssnakk

 

Snakkið tilbúið 😀