Brenninetlukrem

Á morgun er sumardagurinn 1. Ég hlakka svo til þegar jurtirnar fara að spretta í garðinum. Ég get varla beðið. Þá ætla ég að búa til þetta krem! En þarf víst aðeins að bíða.

Brenninetlukrem

1 dl þurrkuð netla, 1 dl þurrkuð morgunfrú, 0,5 dl þurrkað lavander,. 1,5 dl brætt bívax og 7.5 dl raspolía.

Jurtirnar eru lagðar í olíuna og látnar vera þar í 3 vikur sigtaðar frá og olíunni bætt í brætt bívaxið og sett á krukkur.

Fjallagrasa, engifer og hvítlauksseyði

Ég fékk uppskriftina af þessu frábæra seyði frá vinkonu minni Ásdísi Arnardóttur og það virkar!

i lítri vatn, 1 lúka fjallagrös, 1 hvítlauksrif og 2 cm bútur af engifer.

Suðunni hleypt upp og soðið smá stund, látið aðeins bíða drekka 1 bolla og bæta 1 bolla af vatni í staðinn.  drekka eftir þörfum og bæta alltaf vatni af  sama magni og tekið var úr . Ég hef drukkið af þessu í 2 daga en Ásdís sagðist hafa haft þá 3. Ég er reyndar búin með tvær suður og mun halda áfram þar til kvefið er alveg farið.

Spínatsalat

Hér kemur uppskrift af léttu og ljúffengu  spínatsalati sem ég lagði á samskota-borð með vinkonum mínum í gærkvöldi.

Spínatsalat

1 poki af frosnu spínati afþýddur, vatnið kreist úr og spínatið maukað í matvinnsluvél             1 lítill rauðlaukur saxaður smátt                                                                                                 1 dós sýrður rjómi   eða majones                                                                                             1 dós vatna-hnetur (water-chestnut) saxaðar                                                                       1 tær grænmetissúpa , þar sem aðeins er notað fína duftið úr pakkanum (sigtið) eða notið grænmetiskraft

Hér kemur mynd af herlegheitunum                                                                                           spinatsalat

Sólber

Það var sól í morgun og gott veður svo við Pétur fórum út í garð og tíndum sólberin!

Sólber

Ég hef sömu aðferð við að búa til hlaup úr rifsberjum og sólberjum. hér leiði ég ykkur sem hafið áhuga í gegnum uppskriftina:-D

Ég byrja á því að hafa til hreinar krukkur og set þær inn í ofn sem ég stilli á 100°.C þá sótthreinsast þær algjörlega. Lokin set ég í skál og helli yfir þau sjóðandi vatni þau þola ekki að fara í heitann ofn.

Næst  vikta ég 500 gr af berjum ( hæfilegt magn að sjóða upp á.í einu).

berin viktuð

Set þau í skál undir kalda kranann, og skola vel,

berin skoluð

helli í gróft sigti,

berin sigtuð

sett í pott ásamt 2 dl af vatni.

sberin soðin

soðið þar til berin eru sprungin ca 10 mín. Ég hjálpa líka aðeins til með kartöflustapparanum mínum 😀

fínsigtað

Þá er öllu hellt í fínt sigti yfir skál og saftin síuð frá hratinu. Meðan saftin síast frá eru næstu 500 gr lögð af stað í viktun skolun o.s.frv.

Úr 2 kg af berjum fæst ca 1 lítri af safa, ég mæli hann

safinn mældur

og bæti í kg af sykri.

sykurinní

Mér finnst gott að sjóða úr 1 lítra í einu. Ég síð hlaupið þar til það er tært í  ca 10 mín. Veiði froðuna ofan af með fiskispaða og helli hlaupinu á heitar krukkur beint úr ofninum

sultan

Hér er hlaupið!

Svo sýð ég aftur upp á hratinu í nokkrum hollum og bæti vatni í  og frysti og á þá saft  í íssósur og grauta

saftin

Sikilsberjamarmelaði með engifer

stikilsber

Í dag tíndi ég stikilsberin, þau voru lítið farin að roðna en ég á ekki von á því að þau roðni meir. og á morgun ætla ég að sjóða marmelaðið!

kíló af sykri á móti kílói af berjum og engifer eftir smekk, mér finnst gott að nota mikinn 😀

engifer

Berin eru þvegin og stilkurinn og blómið klipið af .

1 kg ber sett í pott ásamt 1 kg af sykri og 3 kúfuðum matsk af rifnum engifer. Hrært vel í og suðan látin koma upp.

ber og sykur

Látið malla í ca 1 klukkustund

stikilsber suða

þá eiga berin öll að vera sprungin og marmelaðið tilbúið og sett á hreinar krukkur.

stikils i krukkum

Myntuhlaup

Ég er búin að lofa að elda 7 tíma lambalæri fyrir Egil sonarson minn á föstudaginn kemur og mér datt í hug í sambandi við það að  búa til myntuhlaup til að hafa með 

275116_100000515667228_7440214_n Egill

Uppskriftina af lambalærinu fékk ég hjá ragnarfreyr.blog.is sem er frábært matarblogg 😀 og myntuhlaupið er frá Matarstúss kokkur.blogspot.com

Hér kemur uppskriftin af myntuhlaupinu sem ég ætla að gera á morgun

Myntuhlaup! Þessi uppskrift inniheldur allt og mikið af ediki ég held að 2-3 matsk sé yfirdrifið nóg!

Myntuhlaup er sagt ómissandi með lambakjöti, en er gott líka með osti o.fl.

1 líter nýkreistur eplasafi ( ég mun bara kaupa eplasafa, á renga safapressu)
nokkrar lúkur af ferskri niðurskorinni myntu; soðið saman í hálftíma.
2 bollum af góðu hvítvínsediki bætt út í og soðið í 5 mín í viðbót.
Myntan síuð frá og Melatin sultuhleypi (í gulu bréfunum) hrært saman við.
Þá er 750 g af sykri bætt smám saman útí. Þegar suðan er komin upp er aðeins soðið í 1 mínútu eftir það.
Sett í glerkrukkur.

Hvítlaukur

Ég var að hengja heimaræktaða hvítlaukinn minn upp til þerris og þá má ég til með að gefa ykkur uppskrift sem ég fékk hjá Maríu Gunnarsdóttur, ég held að hún sé ekkert leyndarmál.

IMG_2127 copy 2

Rjómaostur með hvítlauk og ólífuolíu

1 askja rjómaostur eða heimatilbúin rjómaostur sem ég gef ykkur hér með uppskriftina af : 1 lítri súrmjólk og 1/2 lítri rjómi hitað í 30°C (ekki hræra mikið, því þá getur þetta skilist) hellt í sigti sem er klætt með þunnu lérefti og látið standa til næsta dags í kæli. Þetta gefur ca 400 g af osti.

Út í ostinn merjið þið 3-4 jafnvel 5 hvítlauksrif 1/2 dl ólífuolíu eða meira eftir smekk, salt og nýmalaðan pipar og hrærið vel saman, ég geri það í hrærivél. Þessi ostur er frábær með góðu brauði eða kexi og svo má bragðbæta súpur með honum  bæta við karrýi og tómatsósu og setja hann út á fisk í ofni.  Möguleikarnir eru óteljandi Verði ykkur að góðu 😀

Sykraðir Hvannaleggir

Hvannaleggir

Sykraðir Hvannaleggir

500 gr hvannaleggir hreinsaðir og skornir í 4-5 cm bita, 500 gr af sykri, og                 1-2 dl vatn.

Vatnið og sykurinn soðið saman þar til sykurinn er leysist upp og leginum hellt yfir leggina og látið standa yfir nótt. Safanum sem nú hefur aukist er hellt aftur í pottin og soðið þar til hann þykknar og aftur hellt yfir leggina og látið standa  yfir nótt og þetta endurtekið 2svar sinnum í viðbót og þá á eiginlega enginn safi að vera eftir. Þá eru leggirnir sem eru blautir velt upp úr strásykri, lagðir á ofnplötu með smjörpappír og inn í ofn á lægsta hita 30°- 40°C og þurrkaðið þar til þeir eru þurrir og stökkir

Skessujurtarpestó

Auðvitað stytti upp og ég náði mér í Skessujurt í garðinum og svo fór ég til Jóhönnu B. Magnúsdóttur og hún gaf mér Hannaleggi sem ég gef uppskrift af í næsta pósti

 

Ég ætlaði nárrúrlega út í garð að ná mér í skessujurt, en það verður að bíða þar til styttir upp. En fyrir þær/þá sem ekki rignir hjá er frábæt og holl uppskrift af pestói her fyrir neðan 😀

skessujurtin efni í pestó  Pestó

Skessujurta-pesto

Ein handfylli af skessujurtar blöðum, 1 hvítlauksrif pressað, 25 g saltar möndlur, ( eða einhverjar ósaltar hnetur/möndlur)   25 g rifinn parmesanostur,   1 dl græn olífuolía, safi úr 1/2 sítrónu, salt og pipar.

Setjið allt í matvinnsluvélina nema olífuolíuna maukið og hellið olíunni á meðan rólega saman við.

Verði ykkur að góðu

Kartöflu-kúmen og hvítlauksbrauð

Ég ætla að gefa hér uppskriftina mína af Kartöflu-kúmen og hvítlauksbrauðinu mínu. Mér hættir alltaf til að sjóða of margar kartöflur og þá er gott að geta nýtt þær í eitthvað,  stundum geri ég líka kartöfluvínarbrauð, uppskriftin af því  kemur seinna.

1 dl volgt vatn,1 pk þurrger og 2 tesk sykur sett  í litla skál og hrært saman, látið bíða í 10 mín. á meðan stapparðu stóran bolla af soðnum kartöflum og setur í skál, eða hrærivélaskál  bætir þar í 2 msk af ólífuolíu, 3 dl volgri mjólk, 2 tsk kúmen, 2 – 3 stk af mörðum hvítlauksrifjum, 1/2 tsk salt, 1 eggi, gerblöndunni og 7 dl af hveiti  Þetta er hrært vel saman,  bætir svo ca 3 dl af hveiti í og hrærir eða hnoðar og hnoðar! Ég geri það í hrærivélinni en það er líka hægt að hnoða brauðið á borði. Deigið hulið með röku stykki og látið hefast í  1 1/2 – 2 klst. Sett á borð og slegið niður, hnoðað létt og sett í smurt mót  1 stórt eða 2 lítil og látið hefast aftur í 40 mín. Bakað við 200°í 40 – 50 mín eða þar til það er fallega brúnt og hljómar holt þegar klappað er á það

Kartöflu-hvítlauksbrauð

Brauðið var næstum búið þegar ég mundi eftir að taka mynd af því 😀