Það var sól í morgun og gott veður svo við Pétur fórum út í garð og tíndum sólberin!

Ég hef sömu aðferð við að búa til hlaup úr rifsberjum og sólberjum. hér leiði ég ykkur sem hafið áhuga í gegnum uppskriftina:-D
Ég byrja á því að hafa til hreinar krukkur og set þær inn í ofn sem ég stilli á 100°.C þá sótthreinsast þær algjörlega. Lokin set ég í skál og helli yfir þau sjóðandi vatni þau þola ekki að fara í heitann ofn.
Næst vikta ég 500 gr af berjum ( hæfilegt magn að sjóða upp á.í einu).

Set þau í skál undir kalda kranann, og skola vel,

helli í gróft sigti,

sett í pott ásamt 2 dl af vatni.

soðið þar til berin eru sprungin ca 10 mín. Ég hjálpa líka aðeins til með kartöflustapparanum mínum 😀

Þá er öllu hellt í fínt sigti yfir skál og saftin síuð frá hratinu. Meðan saftin síast frá eru næstu 500 gr lögð af stað í viktun skolun o.s.frv.
Úr 2 kg af berjum fæst ca 1 lítri af safa, ég mæli hann

og bæti í kg af sykri.

Mér finnst gott að sjóða úr 1 lítra í einu. Ég síð hlaupið þar til það er tært í ca 10 mín. Veiði froðuna ofan af með fiskispaða og helli hlaupinu á heitar krukkur beint úr ofninum

Hér er hlaupið!
Svo sýð ég aftur upp á hratinu í nokkrum hollum og bæti vatni í og frysti og á þá saft í íssósur og grauta
