Foldarskart

20180625_132445

Eina sólardaginn í seinustu viku, fór ég ásamt Guðríði dóttur minni og Jóhöbbu vinkonu minni til að tína Lúpíni til að llita úr pg það er sko nóg til af henni.

Við deildum jurtinni í blóm og blöð, Ég útbjó svo litunnarlegi eftir bókinni Foldarskart í ull og far eftir þær stöllur Sigrúnu Helgadóttur og Þorgerði Hlöðversdóttur og hér kemur svo útkoman.

Gult úr blöðum

20180625_131549

og blágrænt úr blómum20180625_131606

Þetta er hvortveggja kamgarn en ég bætti hvítri og grárri einspinnu í blómapottinn. Því miður þá njóta litirnir sér ekki á þessum myndum þeir eru mikið bjartari og fallegri.

20180625_131705

Svo gat ég ekki stillt mig um að setja blóm og garn í krukku í von um að það komi einhvernt íman sól í sumar.

20180625_132305

20180625_132328

 

 

Draumur um rabarbara

Leiðinleg veðurspá svo ég fresta því að setja balann yfir rabarbarann.

En læt mig dreyma um rabarbarann í maí.

IMG_3689

Verður hann svona, já ef ég set yfir rauða rabarbarann.

IMG_1001

þessi var reyndar líka rauður,

IMG_1026

Ég hef greinilega sett oftar yfir þennann rauða.

Hann verður þess vegna sá græni  í ár.

Endurnýting

Það hefur verið kvartað yfir því að ég sagði ekki hvernig ég endurnýtti plastpokana. En hér kemur aðferðin:

Takið gamla notaða poka, t.d. geta svartir stórir ruslapokar verið góðir í miðjulag eða innsta lag. Sníðið 2 x  3 lög af plasti og leggið saman það er hægt að skeyta saman fallegum myndum til að hafa í efsta lag. Eða kanski eigið þið fallegan poka eins og ég átti. Kveikið á straujárninu og leggið smörpappír á strauborðið síðan 3 lög af plasti og annað blað af smjörpappír og straujið yfir, snúið svo við og straujið hinu megin. (Gæta verður að strauja ekki á bert plastið). Þá eru þið komið með sterkt og gott efni . Farið eins að með hin 3 lögin sem þið voruð búin að sníða . Höldin hef ég líka þreföld en það er hægt að brjóta plastið í þrennt. Svo er bara að sauma pokann saman.

Ég er í endurnýtingagírnum þessa dagana. Ég byrjaði á því að endurnýta gamla plastpoka sem ég hef geymt í áraraðir og ekki tímt að nota og alls ekki að henda.  Nú get ég notað þá aftur og aftur  og svo eru þeir svo fallegir

doves

haena

hani

pokar

Pokarnir eru bara tveir hanin og hænan eru á sama pokanum  máluð af Maríu Kjarval

fyrir  mörgum árum og voru á IRMA poka frá Danmorku.

Svo tók ég almanakið frá sorpu síðan 2016 og bjó mér til sáðpotta úr blöðunum og sáði síðan Jalapenó pipar í þá 😀

kassar

sadbakki

Brenninetlukrem

Á morgun er sumardagurinn 1. Ég hlakka svo til þegar jurtirnar fara að spretta í garðinum. Ég get varla beðið. Þá ætla ég að búa til þetta krem! En þarf víst aðeins að bíða.

Brenninetlukrem

1 dl þurrkuð netla, 1 dl þurrkuð morgunfrú, 0,5 dl þurrkað lavander,. 1,5 dl brætt bívax og 7.5 dl raspolía.

Jurtirnar eru lagðar í olíuna og látnar vera þar í 3 vikur sigtaðar frá og olíunni bætt í brætt bívaxið og sett á krukkur.

Fjallagrasa, engifer og hvítlauksseyði

Ég fékk uppskriftina af þessu frábæra seyði frá vinkonu minni Ásdísi Arnardóttur og það virkar!

i lítri vatn, 1 lúka fjallagrös, 1 hvítlauksrif og 2 cm bútur af engifer.

Suðunni hleypt upp og soðið smá stund, látið aðeins bíða drekka 1 bolla og bæta 1 bolla af vatni í staðinn.  drekka eftir þörfum og bæta alltaf vatni af  sama magni og tekið var úr . Ég hef drukkið af þessu í 2 daga en Ásdís sagðist hafa haft þá 3. Ég er reyndar búin með tvær suður og mun halda áfram þar til kvefið er alveg farið.

Bútasaumur

Það var fyrir nokkrum árum sem ég bætti bútasaumskanti á Ikea rúmteppið mitt og ætlaði svo alltaf að bæta við púðum í stíl við teppið. og vitið þið hvað ég dreif í þessu um daginn og verð náttúrlega að monta mig smá. Hér er teppið

Teppið

og púðarn

iPúðarnir

Sessan

Sessan

stóllinn

Stóllinn

Jurtalitun

 Sólarlitað með Skessujurt

Ég verð alltaf svo spennt þegar ég sé einfaldar og skemmtilegar tilraunir og langar til að prófa líka. Þegar ég sá póst frá Hörpu Hauksdóttur þar sem hún var að sólarlita með lúpínublómum og notaði aðferð Loyru Bjarkar . Þar sem Skessujurtin mín hafði vaxið allt og mikið og var að kæfa umhverfi sitt, þá ákvað ég að klippa hana til og nota blöðin. Ég man að Anna Kristinsdóttirt fékk hjá mér Skessujurt í Lundi til litunar. Nú átti að gera allt rétt! ( ykkur að segja þá hef ég endurtekið lauklitunina frá því í fyrra í krukku og laukhýði verður ekki notað öðruvísi hér eftir.)

En svona fór ég að lagði blöðin, mikið af þeim í lög og svo þveginni ull hvítri og smá lagð af gulri sem ég man ekki eftir  með hverju ég litaði . Sjóðnandi vatn edik og smámoli af álúni. Hér koma myndirnar.

uppstyllingkomið í krukku

nærmynd endanlegt

Þá er krukkan komin í gróðurhúsið og verður þar í mánuð framhald seinna.

Þá er það Lúpínulitun smá myndasaga!

pínuakur 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Blaðapottur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAME

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Blómapottur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eftir 30 mín. í pottinum, tekið í sól

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hespur á borði

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Við létum helming gaÞAð verður framhaldssagarnsins vera áfram í leginum og bættu samsvarandi magni í og við höfðum tekið úr.  Það verður framhaldssaga 😀

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ég sá um daginn á faceboksíðu sem heitir  „Áhugafólk“ um jurtalitun krukku með lyppum og laukhýði, það var sagt að þetta væri niðursoðið! Mér fannst þetta mjög spennandi og rauk strax af stað án þess að afla mér meiri upplýsinga, Álúnsauð einspinnu hvíta og gráa og tróð henni í stóra krukku  ásamt laukhýði í lögum og hitaði þetta í vatnsbaði í 90°C í klukkutíma. Lét þetta svo kólna í krukkunni og fékk svo þennann fína lít, sem ég ætla í sjöl .Ég sauð líka upp á laukhýði og sigtaði það frá leginum og litaði líka þannig, en þeir litir eru ekki eins fallegir Hér kemur krukkan og litirnir úr henni. Auðvitað hafði konan sem átti krukkuna sem kveikti í mér, farið allt öðruvísi að. Hún lagði lyppur og laukhýði í krukku og hellti sjóðandi vatni yfir og setti edik útí og lét svo krukkuna standa í gróðurhúsi í sólarbaði í 6 vikur. En það er greinilega hægt að gera þetta á margan hátt. Liturinn er ekki mjög traustur og mun upplitast. en þetta var svo skemmtilegt að ég á ábyggilega eftir að gera þetta aftur 😀

KrukkanAllir litirBrúnir

Bæði hvítu og gráu hespurnar.                                Hvítu hespurnar.

Gráir

Hér koma þær gráu það er svo gaman hve þetta er mislitt, ég hlakka til að prjóna úr þessu garni 😀

Ég og Jóhann vinkona mín  fórum að jurtalita í rigningunni.

Við lituðum úr Lúpínu,  Smára og Baldursbrá og síðan litaði ég hér heima úr Skessujurt.

Ég hafði búið til járnvatn úr járnbút frá Pétri , ediki og vatni og við Jóhanna settum 1 dl af því í Smáralitunarlöginn í lokin og við hefðum átt að láta okkur nægja að nota 1 tsk!

En hér koma myndir

Léttlopi

Þetta er Léttlopi og ég ætla að safna mér í peysu.

Kamgarn og einspinna

Þetta er kamgarn og einspinna og eins og þið sjáið þá er járnið ansi dökkt!

Nú er ég búin að prjóna lítið sjal úr gulu litunum sem við fengum úr Baldursbránni og skessujurtinni og notaði garnið sem ég setti í járnið í rendur og kant . Kantinn geri ég með krebsmasker, það hljóta að vera krabbalykkjursjalið

Litirnir virka skærari en þetta er sama garnið.