Foldarskart II

Tilvitnun

via Foldarskart

Fyrir mörgum sendi Clara James sem  er amma Ingunnar dótturdóttur minnar og býr á eyjunni Dominika í Karabíahafinu mér  þurrkuð Sorrelblóm sem ég átti að laga te   af.

Einhverskonar jóladrykkur.  Hér er uppskriftin frá Clöru

20180809_123532

Ég lagaði mér þetta nokkrum sinnum en gleymdi því svo.

Ég rakst svo á þessi blóm og datt í hug hvort það væri ekki einhver litur í þeim.  Ég fékk svo líka þennann fallega grálillaðan lit og þá kom ekki annað til greina en að Ingunn fengi sjal frá báðum ömmum sínum

20180809_123342

Hvítt kamgarn og bæði grá og hvít einspinna.

20180809_123459

En einsog svo oft áður þá njóta litirnir sér ekki nógu vel.

KRAPPRÓT

Jóhanna B. Magnúsdóttir vinkona mín er mikill snillingur. Hún hefur meðal annars ræktað ýmsar litunnarplöntur í gróðurhúsinu sínu. Og um daginn þá lituðum við úr heimaræktaðri krapprót  frá Jóhönnu. Okkur gekk illa að mala hana og fengum þar afleiðandi ekki sterkann lit en   mjög fallegann eins og hér má sjá.

20181025_162520

20190102_130818

Þá er krapprótarlitaða bandið komið í sjal.

 

 

Foldarskart

20180625_132445

Eina sólardaginn í seinustu viku, fór ég ásamt Guðríði dóttur minni og Jóhöbbu vinkonu minni til að tína Lúpíni til að llita úr pg það er sko nóg til af henni.

Við deildum jurtinni í blóm og blöð, Ég útbjó svo litunnarlegi eftir bókinni Foldarskart í ull og far eftir þær stöllur Sigrúnu Helgadóttur og Þorgerði Hlöðversdóttur og hér kemur svo útkoman.

Gult úr blöðum

20180625_131549

og blágrænt úr blómum20180625_131606

Þetta er hvortveggja kamgarn en ég bætti hvítri og grárri einspinnu í blómapottinn. Því miður þá njóta litirnir sér ekki á þessum myndum þeir eru mikið bjartari og fallegri.

20180625_131705

Svo gat ég ekki stillt mig um að setja blóm og garn í krukku í von um að það komi einhvernt íman sól í sumar.

20180625_132305

20180625_132328

 

 

Draumur um rabarbara

Leiðinleg veðurspá svo ég fresta því að setja balann yfir rabarbarann.

En læt mig dreyma um rabarbarann í maí.

IMG_3689

Verður hann svona, já ef ég set yfir rauða rabarbarann.

IMG_1001

þessi var reyndar líka rauður,

IMG_1026

Ég hef greinilega sett oftar yfir þennann rauða.

Hann verður þess vegna sá græni  í ár.

Endurnýting

Það hefur verið kvartað yfir því að ég sagði ekki hvernig ég endurnýtti plastpokana. En hér kemur aðferðin:

Takið gamla notaða poka, t.d. geta svartir stórir ruslapokar verið góðir í miðjulag eða innsta lag. Sníðið 2 x  3 lög af plasti og leggið saman það er hægt að skeyta saman fallegum myndum til að hafa í efsta lag. Eða kanski eigið þið fallegan poka eins og ég átti. Kveikið á straujárninu og leggið smörpappír á strauborðið síðan 3 lög af plasti og annað blað af smjörpappír og straujið yfir, snúið svo við og straujið hinu megin. (Gæta verður að strauja ekki á bert plastið). Þá eru þið komið með sterkt og gott efni . Farið eins að með hin 3 lögin sem þið voruð búin að sníða . Höldin hef ég líka þreföld en það er hægt að brjóta plastið í þrennt. Svo er bara að sauma pokann saman.

Ég er í endurnýtingagírnum þessa dagana. Ég byrjaði á því að endurnýta gamla plastpoka sem ég hef geymt í áraraðir og ekki tímt að nota og alls ekki að henda.  Nú get ég notað þá aftur og aftur  og svo eru þeir svo fallegir

doves

haena

hani

pokar

Pokarnir eru bara tveir hanin og hænan eru á sama pokanum  máluð af Maríu Kjarval

fyrir  mörgum árum og voru á IRMA poka frá Danmorku.

Svo tók ég almanakið frá sorpu síðan 2016 og bjó mér til sáðpotta úr blöðunum og sáði síðan Jalapenó pipar í þá 😀

kassar

sadbakki

Brenninetlukrem

Á morgun er sumardagurinn 1. Ég hlakka svo til þegar jurtirnar fara að spretta í garðinum. Ég get varla beðið. Þá ætla ég að búa til þetta krem! En þarf víst aðeins að bíða.

Brenninetlukrem

1 dl þurrkuð netla, 1 dl þurrkuð morgunfrú, 0,5 dl þurrkað lavander,. 1,5 dl brætt bívax og 7.5 dl raspolía.

Jurtirnar eru lagðar í olíuna og látnar vera þar í 3 vikur sigtaðar frá og olíunni bætt í brætt bívaxið og sett á krukkur.

Fjallagrasa, engifer og hvítlauksseyði

Ég fékk uppskriftina af þessu frábæra seyði frá vinkonu minni Ásdísi Arnardóttur og það virkar!

i lítri vatn, 1 lúka fjallagrös, 1 hvítlauksrif og 2 cm bútur af engifer.

Suðunni hleypt upp og soðið smá stund, látið aðeins bíða drekka 1 bolla og bæta 1 bolla af vatni í staðinn.  drekka eftir þörfum og bæta alltaf vatni af  sama magni og tekið var úr . Ég hef drukkið af þessu í 2 daga en Ásdís sagðist hafa haft þá 3. Ég er reyndar búin með tvær suður og mun halda áfram þar til kvefið er alveg farið.

Bútasaumur

Það var fyrir nokkrum árum sem ég bætti bútasaumskanti á Ikea rúmteppið mitt og ætlaði svo alltaf að bæta við púðum í stíl við teppið. og vitið þið hvað ég dreif í þessu um daginn og verð náttúrlega að monta mig smá. Hér er teppið

Teppið

og púðarn

iPúðarnir

Sessan

Sessan

stóllinn

Stóllinn