Mosalitur

 

I febrúar á þessu ári lituðum við Anna Jórunn Stefánsdóttir, Jóhanna B Magnúsdóttir og ég garn úr litunnarmosa sem Guðjón Arason mágur minn hafði tínt fyrir Önnu Jórunni austur á Mýrum fyrir margt löngu.

Mosinn var orðinn þurr og nokkuð við aldur svo liturinn varð ekki mjög sterkur en fallega ljósbrúnn,hér koma myndir

Ég prjónaði svo sjal úr  mínum hespum handa dótturdóttur minni Bryndísi Ómarsdóttur og hér kemur það. En liturinn nýtur sín ekki alveg á myndinni